• IMG 0759
  • IMG 0771
  • IMG 0777
  • IMG 0751
  • IMG 0769
  • IMG 0756
  • IMG 0760
  • IMG 0758

mentor 1

postur 1

heilsueflandi 1

loftgaedi 1

skoladagatal 1

Forsíðugreinar

Jákvæðar niðurstöður úr Olweusarkönnun

Helstu niðurstöður eu þær að einelti hefur minnkað á milli ára. 2,4% nemenda í 5. – 10. bekk telja sig vera lagða í einelti en í fyrra voru það 6,8% nemenda. Þessar ánægjulegu niðurstöður má meðal annars þakka markvissum aðgerðum sem miða að því að bæta skólabrag, minnka líkur á einelti og síðast en ekki síst bæta líðan nemenda. Má þar nefna vinaliðaverkefni, bekkjarfundi, fræðslu til starfsfólks og endurskoðun á skólareglum og verkferlum við agabrotum. 

Einelti er aldrei ásættanlegt og er því mikilvægt að samstarf milli heimilis og skóla sé sem allra best og að heimilin láti skólann vita ef grunur um einelti vaknar. Hér má nánar lesa um niðurstöður úr Olweusarkönnuninni..

 

 

 

Lesa >>

Starfsdagur föstudaginn 17. mars

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur föstudaginn 17. mars. Fellur því öll kennsla niður þann dag.

Lesa >>

Unnið með plánetur

Nemendur í 3. bekkjum eru að vinna með pláneturnar þessa dagana. Þeir blésu upp blöðrur í mismunandi stærðum, líma svo dagblöð á þær og mála svo að lokum. Svo verður sólkerfið okkar með sól og plánetum hengt upp í lokin.

pla Small

 

 

Lesa >>

Listsköpun í 5. bekk

Að undanförnu hafa 5.LG og 5.EB verið að vinna að verkefni þar sem unnið er með ýmis konar dót/drasl sem fallið hefur til á heimilum barnanna. Í ruslinu hefur leynst mikill fjársjóður sem börnin hafa nýtt til að byggja skúlptúra og hanna draumaherbergi úr dótinu. Verkefnið er unnið í 4-5 manna hópum og finnst börnunum verkefnið mjög skemmtilegt og gengur samvinnan mjög vel.  Vinnan er unnin í listkennslutímum sem Lára Guðrún Agnarsdóttir og Margrét Ívarsdóttir kenna.

5.bekkur9 Small 014 Small 2

 

Lesa >>

Samræmd próf hjá 9. og 10. bekk 7. - 10. mars

Þann 7.,8.,9. og 10. mars nk. verða samræmd próf lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Prófafyrirkomulagið er breytt frá því sem áður var að því leyti að búið er að renna kjarnafögunum saman og verður prófið í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum verður prófað í íslensku og hluta af ensku en í seinni hlutanum verður prófað í stærðfræði og hluta af ensku. Þótt enskan sé prófuð með íslensku og stærðfræði fá nemendur einkunnir fyrir hvert fag eins og áður.

Í Austurbæjarskóla verður prófað sem hér segir:
7. mars kl. 8.30-11.00            9. bekkur íslenska og enska
8. mars kl. 8.30-11.00          10. bekkur íslenska og enska
9. mars kl. 8.30-11.00            9. bekkur stærðfræði og enska
10. mars kl. 8.30-11.00        10. bekkur stærðfræði og enska

Prófað verður rafrænt og hefur menntamálastofnun sett inn á heimasíðu sína æfingapróf vegna samræmdra prófa sem nemendur geta æft sig á heima.
Nánari upplýsingar um prófin má finna á heimasíðu menntamálastofnunar www.mms.is
og hér að neðan er slóð inn á æfingapróf https://mms.is/frettir/aefingaprof-vegna-samraemdra-konnunarprofa

Sá háttur verður hafður á í Austurbæjarskóla að 9. bekkur mætir í próf þann 7. mars og fer heim að loknu prófi. Mætir síðan í skólann daginn eftir, 8. mars, skv. stundaskrá. Þann 9. mars mætir 9. bekkur aftur í próf, þreytir prófið og lýkur þar með skóladegi þeirra þann dag. Mætir síðan að nýju þann 10. mars í skólann samkvæmt stundaskrá.

10. bekkur mætir í skólann samkvæmt stundaskrá þann  7. mars en mætir svo aðeins í próf þann 8. mars. Fer heim að loknu prófi. Mætir síðan í skólann daginn eftir, 9. mars, skv. stundaskrá. Þann 10. mars mætir 10. bekkur aftur í próf, þreytir prófið og lýkur þar með skóladegi þeirra þann dag. 

m

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Prenta | Senda grein