• IMG 0771
  • IMG 0751
  • IMG 0758
  • IMG 0756
  • IMG 0777
  • IMG 0759
  • IMG 0760
  • IMG 0769

mentor 1

postur 1

heilsueflandi 1

loftgaedi 1

skoladagatal 1

Forsíðugreinar

Starfsdagur 30. maí 2016

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur á mánudag 30. maí. Öll kennsla fellur niður þennan dag.

IMG 1080     Myndin er tekin á Vorhátíð Austurbæjarskóla og íbúa miðborgar 28. maí 2016

Lesa >>

Orð á borði

bekkjarkvöld í fimmta ap. 2016 023 Small

Fimmtu bekkir héldu skemmtun fyrir aðstandendur í bíósalnum þann 26. apríl. Þar var einkum flutt efni eftir íslenskar konur. Þar á meðal Ragnhildi Gísladóttur, Jórunni Viðar, Theódóru Thoroddsen og Dúkkulísurnar. Allir nemendur tóku virkan þátt í flutningnum, sungu, léku á hljóðfæri, kynntu efnið og lásu upp. Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Maríanna Þórðardóttir sáu um að mála andlit barnanna og setti það mikinn svip á samkomuna. Skjávarpinn, sem safnað var fyrir ekki alls fyrir löngu, var tekinn til handargagns og myndum varpað á tjaldið í bíósalnum jafnóðum og dagskráin var flutt.                                              

Að skemmtun lokinni buðu foreldrar upp á veitingar í Spennistöðinni. Samkoma þessi var liður í þróunarverkefninu Orð á borði, sem er hugarfóstur Péturs Hafþórs Jónssonar og Maríönnu Þórðardóttur með fulltingi Kristínar Magnúsdóttur. Markmið verkefnisins er að vinna með ljóð á sem fjölbreytilegastan hátt, svo sem með tónlist, myndefni, ratleikjum, vettvangsferðum, notkun nýjustu tækni og fleiru. Fyrr í vetur heimsóttu nemendur Vilborgu Dagbjartsdóttur og skemmtu eldri borgurum á Droplaugarstöðum.

 

Lesa >>

Barnasáttmálinn

Nemendur 6. bekkjar hafa á vorönn unnið með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samfélagsfræði. Sáttmálinn lifnaði við í höndum nemenda og sjá má afraksturinn framan við stofu nemenda, sjá mynd.

Lesa >>

Valgreinar 2016-2017 kynntar

Á föstudag fór fram kynning fyrir nemendur í 7.,8. og 9. bekk á þeim valgreinum sem verða í boði á næsta skólaári. Lýsingu á valgreinum og valblöð fyrir árganga er að finna hér á síðunni undir flipanum "starfsáætlun". Þess er vænst að nemendur skili valblöðum útfylltum til umsjónarkennara í síðasta lagi þann 9. maí.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Prenta | Netfang