Forsíðugreinar

Austurbæjarskóli - framsækinn skóli fyrir alla.

Skólasetning 2018

Skólasetning verður í bíósal miðvikudaginn 22. ágúst sem hér segir:

Kl. 09:00:       9. og 10. bekkur

Kl. 09:30         8. bekkur

Kl. 10:00         7. bekkur

Kl. 10:30         6. bekkur

Kl. 11:00         5. bekkur

Kl. 11:30         4. bekkur

Kl. 12:00         3. bekkur

Kl. 12:30         2. bekkur

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir símleiðis til viðtals, ásamt foreldrum.

Námsgögn verða nemendum að kostnaðarlausu í Reykjavík frá og með skólaárinu 2018-2019 og verða því engir innkaupalistar birtir. Nemendur koma áfram með skólatösku, íþrótta- og sundföt.

Með kveðju og ósk um ánægjulegt og árangursríkt samstarf á komandi ári. 

Skólastjórnendur.

 

Lesa >>

Viðhorfskönnun foreldra

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili.

Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3.

Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild.  Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og  fyrir Reykjavík í heild.

 https://qlikqap.reykjavik.is/single/?appid=8106c220-721a-45b2-8a1f-104906d8a490&sheet=84d57025-a08e-406a-8855-4bef2f6d5bad&bookmark=75ea100f-c961-437a-8146-157fa1a95fd2&select=clearall&opt=noselections

 

Lesa >>

Skólaslit 2018

Skólaslit í Austurbæjarskóla verða 7. júní sem hér segir:

1. bekkur kl. 8.30

2. bekkur kl. 9.00

3. bekkur kl. 9.30

4. bekkur kl. 10.00

8. og 9. bekkur kl. 10.30

5. bekkur kl. 11.00

6. bekkur kl. 11.30

7. bekkur kl. 12.00

Skólastjórnendur.

Lesa >>

Einstaklega skemmtileg vorhátíð

Vorhátíð var haldin í Austurbæjarskóla í dag laugardaginn 2. júní og var það mál manna að mjög vel hefði tekist til. Gengið var fylktu liði niður Laugarveg undir lúðrablastri. Nemendur í 10. bekk fóru fyrir göngunni og báru fána með framtíðarsýn og einkunnarorðum skólans. Að lokinni göngu voru 1.og 2. bekkur með söngatriði, hljómsveitin Ateria, sigurvegarar músiktilrauna, lék nokkur lög, DJ lék tónlist auk þess sem boðið var upp á sólkerfisrölt og fleiri kynningar í kennslustofum. Kaffihús, grill, candy-flos og poppkorn var selt á staðnum og allir skemmtu sér hið besta. Skólinn þakkar stjórn foreldrafélagsins og öllum öðrum innilega fyrir frábært samstarf og ánægjulega samverustund. https://www.facebook.com/Foreldraf%C3%A9lag-Austurb%C3%A6jarsk%C3%B3la-176932812387435/

ganga

Lesa >>

Nemendur koma heim frá Reykjum

Nemendur í 7. bekk hafa verið á Reykjum alla þessa viku og eru væntanleg heim rétt fyrir kl. 14.00. Hér má sjá hópinn saman en ferðin hefur gengið afar vel.

reykir

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Vistað í Óflokkað

Prenta |