Forsíðugreinar

Þakklæti og hrós til starfsmanna

Upp úr klukkan 8 í morgun hófu foreldrar að streyma með börn sín í skólann, hvert og eitt með hjarta eða hlýja orðsendingu til kennara og annara starfsmanna sem þeir festu á vegg framan við kaffistofu starfsmanna. Smám saman fylltist veggurinn starfsmönnum til óvæntrar gleði og ánægju. Þökkum við foreldrafélaginu þetta frumkvæði og fyrir þessa einstöku upplifun. Það er skólastarfinu ómetanlegt að eiga slíka bakhjarla.

file 15

file 17  file 16

 

Lesa >>

Jólaskemmtun á jólaföstu í 2. bekk

Í morgun hélt 2. bekkur jólaskemmtun á aðventu fyrir foreldra.  Stundin er samsamstarfsverkefni foreldra og skóla þar sem nemendur koma í bíósal og flytja jólalög sem umsjónarkennararnir Kristín Björg Knútsdóttir og Svanhildur Lilja Svansdóttir höfðu æft með þeim. Þorgerður Ása spilaði undir á gítar. Að loknu söngatriðinu buðu foreldrar upp á heitt kakó í skólastofunni. 

file 12  file 13

Lesa >>

Viðeigandi hlífðarfatnaður mikilvægur

Minnum forelda á mikilvægi þess að nemendur mæti í skólann í viðeigandi hlífðarfatnaði einkum þegar rignir og snjóar. Nemendur eru sem kunnugt er ekki aðeins úti á leið sinni til og frá skóla heldur einnig í frímínútum og í útikennslu. Á myndinni má sjá stúlkur sem ræddu málin í frímínútum fyrir nokkru þegar veður var gott.

file 8

 

 

 

Lesa >>

Jólaföndur foreldrafélags Austurbæjarskóla

Laugardaginn 1. desember frá klukkan 11 – 13 verður árlegt jólaföndur foreldrafélagsins haldið í Austurbæjarskóla. Ýmislegt verður í boði, m.a. piparkökumálun, laufabrauðsgerð og glermálun. 10. bekkur verður með kaffisölu og 9. bekkur mun selja jólapappír hannaðan af nemendum sjálfum. Vonandi sjáum við sem flesta.

piparkaka 1

Lesa >>

5. LG vinna með einkunnarorðin

Nemendur í 5. LG hafa verið að læra um og vinna með einkunnarorð Austurbæjarskóla og í tengslum við það teiknuðu þau myndir við hvert einkunnarorð og settu sinn eigin texta við myndirnar sínar. Nú eru þau alveg meðvituð um það að ef maður reynir að tileinka sér einkunnarorðin þá sé það kallað vaxtar-hugarfar.

vv 

vvv

vvvv

v

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Vistað í Óflokkað

Prenta |